Erlent

Ástsjúkur páfugl skemmir Lexus

Breskur aðalsmaður heldur því fram að páfugl hafi valdið skemmdum upp á hálfa milljón króna á Lexus-bíl sínum með því að reyna að hafa kynmök við bílinn. Baróninn sir Benjamin Slade krafði tryggingarfélag sitt um bætur fyrir skaðann með þessari útskýringu á skemmdunum.

Sir Slade segir að það þurfi að sprauta allan bílinn aftur eftir tilburði páfuglsins. Jafnframt fylgir sögunni að þar sem um bláan Lexus er að ræða telji sir Slade að páfuglinn sé kynvilltur. Kvennpáfuglar eru nefnilega brúnir á lit en karlfuglarnir bláir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×