Erlent

Segist vita hver myrti Politkovskaju

MYND/AFP

Ritstjóri á rússneska blaðinu Novaja Gazeta segist vita hver drap rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Í gær var nákvæmlega eitt ár frá því að Politkovskaja var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu.

Til stóð að halda ráðstefnu til að minnast hennar í gær en hætt var við hana að sögn aðstandenda vegna ofsókna rússneskra stjórnvalda. Rannsókn á dauða Politkovskaju hefur enn ekki leitt í ljós hver myrti hana en hún hafði verið harður gagnrýnandi rússneskra stjórvalda, meðal annars vegna framgöngu Rússa í Tsjetsjeníu. Ritstjóri blaðsins sem hún vann hjá segist hins vegar vita nú hver myrti hana og er von á sérstakri útgáfu á blaðinu í dag vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×