Erlent

Interpol leitar til almennings

Alþjóðalögreglan Interpol hefur sett í gang alþjóðlegt átak til að hafa upp á manni sem grunaður er að hafa sett myndir á netið sem sýna hann nauðga ungum drengjum.

Á myndunum er andlit hans hulið en tæknimönnum sérdeildar lögreglunnar í Þýskalandi tókst að búa til mynd af andliti níðingsins. Hefur hún verið sett inn á heimasíðu Interpol. Þetta mun í fyrsta sinn sem Interpol grípur til þess ráðs að biðja almenning að aðstoða sig við að hafa uppi á eftirlýstum manni með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×