Erlent

Ungabarnabeinagrindur í plastpoka

Lögreglan á Indlandi fann plastpoka með leifum beinagrinda að minnsta kosti sex ungabarna nýverið. Pokinn fannst við leit á lóð sjúkrahúss í bænum Ratlam á mið-Indlandi. Óttast er að beinin geti verið vísbending um ólöglegar fóstureyðingar foreldra, sem vilja velja hvort kynið þau eignast. Pokinn fannst eftir ábendingu frá heimamanni.

Haft er eftir lögreglu í bænum að mögulegt sé beinin séu frá spítalanum. Starfsfólk urði þá ekki beinin á réttan hátt og eftir lögum. Rannsókn á beinunum er hafin og mun líklega leiða frekar í ljós hvaðan þau koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×