Erlent

Bresk yfirvöld fordæma myndband af Johnston

Tony Blair vottaði fjölskyldu Alan Johnstons samúð sína í dag.
Tony Blair vottaði fjölskyldu Alan Johnstons samúð sína í dag. MYND/AFP

Tony Blair forsætisráðherra Breta, vottaði í dag fjölskyldu breska blaðamannsins Alan Johnstons samúð sína í kjölfar þess að myndband með Johnston, sem haldið er af mannræningjum í Palestínu, var gert opinbert. Gordon Brown fjármálaráðherra fodæmdi myndbandið sem hann sagði aðeins auka á áhyggjur fjölskyldu Johnstons.

Í myndbandinu segist Johnston vera við góða heilsu og að ræningjar hans hafi ekki gert honum mein. Nú eru 12 vikur liðnar síðan Johnston var rænt á Gasaströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×