Erlent

Samskipti Líbýu og Evrópu batna

Samskipti Líbýu og Evrópu snarbatna nú eftir að búlgörsku heilbrigðisstarfsmennirnir sex, sem dæmdir voru til dauða fyrir að smita um 400 börn af HIV veirunni, voru náðaðir. Samningur um bætt samskipti Líbýu og Evrópusambandsins var undirritaður í gær, en þess var krafist af Líbýu fyrir lausn fanganna.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ræddi í dag við Gaddafi Líbýuforseta um aukin tengsl milli Evrópusambandsins og Líbýu.

Fjölskyldur barnanna sem smituðust hafa hins vegar farið fram á að skorið verði á stjórnmálatengsl við Búlgaríu og öllum Búlgörum vísað burt úr landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×