Enski boltinn

Southgate biður um leyfi til að ræða við Smith

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Samkvæmt SkySports hefur Gareth Southgate, framkvæmastjóri Middlesbrough beðið Manchester United um leyfi til að ræða við framherjann Alan Smith. Þetta staðfestir Alex Ferguson framkvæmdastjóri United.

Talið er að Smith eigi ekki mikla framtíð á Old Trafford og því líklegt að hann reyni að komast að hjá öðru liði. Ferguson hefur gefið það í skyn að Smith fái að yfirgefa félagið ef að önnur lið bera víurnar í hann. Southgate hyggst bjóða í Smith og lofar honum að hann fái að spila reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×