Greindarvísitala eldri systkina mælist hærri en þeirra yngri 9. júlí 2007 08:00 Fimmburar þurfa líklega ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af gáfnamun og önnur systkini miðað við rannsóknina. MYND/AP Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu." Vísindi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu."
Vísindi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira