Óákveðnir gætu ráðið úrslitum 20. apríl 2007 19:15 Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Á miðnætti gengur í gildi í Frakklandi bann við birtingu skoðanakannana og kosningaáróðurs og því má segja að dagurinn í dag hafi verið sá síðasti sem eiginleg kosningabarátta fer fram, nema náttúrlega fyrir þá tvo frambjóðendur sem komast í aðra umferðina 6. maí næstkomandi. Flest bendir til að það verði þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal því samkvæmt þeim könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn sólarhring mun Sarkozy fá um 28 prósent atkvæða, Royal 24 prósent, miðjumaðurinn Francois Bayrou tæp tuttugu og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen fimmtán. Sarkozy ákvað að eyða lokadegi baráttunnar fjarri skarkala borgarlífsins, á nautabúgarði í suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið. Meðan Sarkozy var í sveitinni eyddi Royal deginum í höfuðborginni París. Þar vildi hún engu spá um lyktir kosninganna heldur svaraði spurningum þar að lútandi í véfréttarstíl. Þótt forskot þeirra Sarko og Sego virðist mikið er hið sama að segja um fjölda óákveðinna. Hátt í fjörtíu prósent kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn og því er ekki loku fyrir það skotið að Bayrou eða jafnvel Le Pen geti velgt öðru hvoru þeirra undir uggum á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. Á miðnætti gengur í gildi í Frakklandi bann við birtingu skoðanakannana og kosningaáróðurs og því má segja að dagurinn í dag hafi verið sá síðasti sem eiginleg kosningabarátta fer fram, nema náttúrlega fyrir þá tvo frambjóðendur sem komast í aðra umferðina 6. maí næstkomandi. Flest bendir til að það verði þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal því samkvæmt þeim könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn sólarhring mun Sarkozy fá um 28 prósent atkvæða, Royal 24 prósent, miðjumaðurinn Francois Bayrou tæp tuttugu og hinn umdeildi Jean Marie Le Pen fimmtán. Sarkozy ákvað að eyða lokadegi baráttunnar fjarri skarkala borgarlífsins, á nautabúgarði í suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið. Meðan Sarkozy var í sveitinni eyddi Royal deginum í höfuðborginni París. Þar vildi hún engu spá um lyktir kosninganna heldur svaraði spurningum þar að lútandi í véfréttarstíl. Þótt forskot þeirra Sarko og Sego virðist mikið er hið sama að segja um fjölda óákveðinna. Hátt í fjörtíu prósent kjósenda eiga enn eftir að gera upp hug sinn og því er ekki loku fyrir það skotið að Bayrou eða jafnvel Le Pen geti velgt öðru hvoru þeirra undir uggum á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira