Erlent

Fréttaritari BBC heill á húfi

Alan Johnston, fréttaritari BBC, sem rænt var á Gaza ströndinni 12. mars síðastliðinn, er heill á húfi. Þetta er haft eftir Dr. Ghazi Hamad, háttsettum meðlimi í Hamas. Hamad segist vita hverjir það voru sem stóðu að mannráninu og að hann sé sjálfur að vinna í því að fá hann leystan úr haldi.

 

Johnston var eini vestræni fréttamaðurinn sem hafði fasta viðdvöl á Gasa ströndinni og hafði hann flutt fréttir þaðan í þrjú ár samfleytt. Þúsundir hafa skrifað undir bænaskjal þar sem hvatt er til að Johnston verði leystur úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×