Erlent

Skall í fjallshlíðina og lét lífið

Base jump iðkendur í Bandaríkjunum.
Base jump iðkendur í Bandaríkjunum. MYND/AFP

Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína.

Björgunarsveitir fundu lík mannsins, sem var 28 ára gamall, í fjallshlíðinni í 450 metra hæð. Mörg fjöll í Noregi þykja afar hentug fyrir svokallað "base jump" og árlega láta margir iðkendur þeirrar íþróttar lífið þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×