Erlent

Um 175 manns láta lífið í sjálfsmorðsárásum í Írak

Frá afleiðingum sjálfsmorðsárásar í Kirkuk í Írak í síðasta mánuði.
Frá afleiðingum sjálfsmorðsárásar í Kirkuk í Írak í síðasta mánuði. MYND/AFP

Að minnsta kosti 175 manns létu lífið og 200 slösuðust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í Norður-Írak í dag. Sprengjurnar sprungu allar í íbúðarhverfum fólks af Yazidi-ættbálki.

Sprengjunum þremur var komið fyrir í olíuflutningabílum sem árásarmennirnir óku.

Yazidi-ættbálkur er kúrdískur sérstrúarsöfnuður. Fólk af þessum ættbálki hefur lengi verið skotmark annarra trúarhópa í Írak. Í apríl á þessu ári voru 23 meðlimir í Yazidi ættbálknum skotnir til bana norður af borginni Mosul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×