Erlent

Kona látin úr saurgerlasmiti á Skotlandi

Rúmlega sextug kona er látin og fimm eru mikið veikir vegna saurgerlasmits í Paisley í Skotlandi. Talið er að fólkið hafi smitast þegar það borðaði kalt kjötálegg úr sælkeraborði verslunarkeðjunnar Morrisons. Verslunarkeðjan hefur tekið kjötið úr sölu, og segist í yfirlýsingu miður sín vegna atviksins. 21 létust úr sömu tegund gerilsins í Bretlandi árið 1996. Einkenni saurgerlasmits eru magakrampar, niðurgangur, ógleði og sótthiti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×