Erlent

Handtökuskipun á eiganda Man City staðfest

Thaksin með Eggerti Magnússyni á Upton Park um síðustu helgi.
Thaksin með Eggerti Magnússyni á Upton Park um síðustu helgi.

Hæstiréttur í Tælandi hefur staðfest handtökuskipun sem gefin var út á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og eiginkonu hans, fyrir skömmu. Handtökuskipunin var upphaflega gefin út vegna þess að Thaksin mætti ekki fyrir rétt til að svara spillingarákærum vegna sölu á landi sem hann átti í miðborg Bangkok árið 2003, þegar hann var ennþá forsætisráðherra.

Shinawatra áfrýjaði en Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu í dag.

Thaksin fór í útlegð seint á síðasta ári þegar herinn rændi völdum í Tælandi, í kjölfar fjöldamótmæla gegn forsætisráðherranum vegna meintrar spillingar og misnotkunar á valdi.

Síðan þá hefur hann búið á Englandi og meðal annars keypt knattspyrnuliðið Manchester City, fyrir það sem margir telja vera illa fengið fé. Síðan hann eignaðist City hefur Thaksin ausið í það peningum og meðal annars fengið Sven Goran Erikson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englendinga til liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×