Erlent

Ræði við róttæka íslamista

Bresk stjórnvöld ættu að hefja beinar viðræður við þrjú helstu samtök róttækra íslamista í Mið-Austurlöndum: Hamas, Hisbollah og Múslímska bræðralagið. Bresk þingnefnd um utanríkismál leggur þetta til í skýrslu sem kynnt var í gær.

Formaður nefndarinnar, Mike Gapes, sagði að nýta ætti reynsluna frá Norður-Írlandi í Mið-Austurlöndum og vísar þar til þess hvernig Írski lýðveldisherinn hvarf frá hryðjuverkastefnu sinni og hóf pólitískar viðræður við bresk stjórnvöld.

Skýrsluhöfundar gagnrýna hlutverk Bretlands í sniðgöngu alþjóðasamfélagsins á Hamas sem þeir segja að hafi stuðlað að falli þjóðstjórnar Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×