Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að forseti landsins, Moshe Katsav, ætti að segja af sér vegna nauðgunarásakana sem hafa verið settar fram gegn honum.
Olmert vísaði í orð saksóknara, sem hótaði að ákæra Katsav, og sagði „Ég er þess fullviss að forsetinn getur ekki sinnt skyldum sínum áfram og að hann verði að yfirgefa embætti sitt."