Biður um meira svigrúm 24. janúar 2007 13:00 Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“