Bretar minnast Díönu prinsessu 31. ágúst 2007 12:26 MYND/Getty Tíu ár eru í dag liðin frá því Díöna prinsessa af Wales lést í bílslysi í París, og verða minningarathafnir haldnar um hana víðsvegar um Bretland í dag. Díana var oft nefnd prinsessa fólksins. Hún ávann sér úlfúð konungsfjölskyldunnar vegna frjálslegrar framkomu og alþýðleika - sömu eiginleika og höfðuðu til þeirra þúsunda sem syrgja hana í dag. Prinsessan fædd 1. júlí 1961 í Norfolk á Englandi. Hún var komin af breskum aðalsmönnum langt aftur í ættir. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn, vegna framhjáhalds móður hennar. Faðir hennar fékk forræði yfir henni, en hún dvaldi til skiptis hjá honum á fjölskyldusetrinu í Althorp og hjá móður sinni sem bjó í Glasgow. Díana þótti lélegur nemandi í skóla og féll tvisar á öllum samræmdum prófum sínum. Hún hætti í skóla sextán ára gömul. Um svipað leiti kynntist hún eiginmanni sínum, Karli bretaprinsi, sem þá var í tygjum við systur hennar. Hún vann ýmis störf eftir að hún hætti í skóla. Meðal annars við dansskóla í London, á barnaheimili, sem ræstitæknir og barþjónn. Karl og Díana giftust í St Paul's dómkirkjunni þann 29. júlí árið 1981. Fyrsta barn þeirra Vilhjálmur fæddist í júní árinu eftir og rúmum tveimur árum síðar, í september 1984 fæddist seinni sonurinn, Harry. Hjónabandið var langt því frá hamingjuríkt. Bæði áttu þau í samböndum utan þess. Karl hélt við Camillu, núverandi eiginkonu sína. Díana svaraði í sömu mynt en hún var sögð hafa haldið við ýmsa menn. Undir lok níunda áratugarins var hjónaband þeirra í molum og þau skildu skiptum. Skilnaðurinn varð þó ekki formlegur fyrr en 1996. Eftir skilnaðinn beytti Díana sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar. Í ágúst 1997 lenti Díana í bílslysi í París. Hún var á leið heim frá veitingastað síðla kvölds með elskhuga sínum Dodi Al Fayed þegar bíll þeirra hafnaði á ógnarhraða á stólpa í undirgöngum í París. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp um hver var að verki, og eru fyrrverandi eiginmaður hennar og Fillip, fyrrverandi tengdafaðir hennar vinsælustu aðalpersónur þeirra. ,,Guð mun refsa þeim sem kvöldu þig" Margir eru konungsfjölskyldunni reiðir fyrir framkomu hennar gagnvart Díönu.MYND/GettyDíana var gríðarlega vinsæl meðal almennings vegna alþýðlegs viðmóts.MYND/GettyMinnisvarði sem Mohamed Fayed, faðir Dodis Fayeds og eigandi Harrods lét reisa í versluninni.MYND/Getty,,Karl, losaðu þig við tíkina, eða gefðu konungsdæmið upp á bátinn" Mótmælandi skorar á Karl að losa sig við Kamillu, en margir kenna henni um hvernig fór fyrir hjónabandi Díönu og Karls.MYND/GettyBollar til minningar um giftingu Karls og Kamillu undir minjagrip um Díönu.MYND/Getty,,Blómaengi", verk listakonunnar Sofie Layton til minningar um að tíu ár eru liðin frá andláti Díönu.MYND/GettyMinningarorð krotuð á inngang Pont d'Alma ganganna í París, þar sem Díana lést. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá því Díöna prinsessa af Wales lést í bílslysi í París, og verða minningarathafnir haldnar um hana víðsvegar um Bretland í dag. Díana var oft nefnd prinsessa fólksins. Hún ávann sér úlfúð konungsfjölskyldunnar vegna frjálslegrar framkomu og alþýðleika - sömu eiginleika og höfðuðu til þeirra þúsunda sem syrgja hana í dag. Prinsessan fædd 1. júlí 1961 í Norfolk á Englandi. Hún var komin af breskum aðalsmönnum langt aftur í ættir. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn, vegna framhjáhalds móður hennar. Faðir hennar fékk forræði yfir henni, en hún dvaldi til skiptis hjá honum á fjölskyldusetrinu í Althorp og hjá móður sinni sem bjó í Glasgow. Díana þótti lélegur nemandi í skóla og féll tvisar á öllum samræmdum prófum sínum. Hún hætti í skóla sextán ára gömul. Um svipað leiti kynntist hún eiginmanni sínum, Karli bretaprinsi, sem þá var í tygjum við systur hennar. Hún vann ýmis störf eftir að hún hætti í skóla. Meðal annars við dansskóla í London, á barnaheimili, sem ræstitæknir og barþjónn. Karl og Díana giftust í St Paul's dómkirkjunni þann 29. júlí árið 1981. Fyrsta barn þeirra Vilhjálmur fæddist í júní árinu eftir og rúmum tveimur árum síðar, í september 1984 fæddist seinni sonurinn, Harry. Hjónabandið var langt því frá hamingjuríkt. Bæði áttu þau í samböndum utan þess. Karl hélt við Camillu, núverandi eiginkonu sína. Díana svaraði í sömu mynt en hún var sögð hafa haldið við ýmsa menn. Undir lok níunda áratugarins var hjónaband þeirra í molum og þau skildu skiptum. Skilnaðurinn varð þó ekki formlegur fyrr en 1996. Eftir skilnaðinn beytti Díana sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar. Í ágúst 1997 lenti Díana í bílslysi í París. Hún var á leið heim frá veitingastað síðla kvölds með elskhuga sínum Dodi Al Fayed þegar bíll þeirra hafnaði á ógnarhraða á stólpa í undirgöngum í París. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp um hver var að verki, og eru fyrrverandi eiginmaður hennar og Fillip, fyrrverandi tengdafaðir hennar vinsælustu aðalpersónur þeirra. ,,Guð mun refsa þeim sem kvöldu þig" Margir eru konungsfjölskyldunni reiðir fyrir framkomu hennar gagnvart Díönu.MYND/GettyDíana var gríðarlega vinsæl meðal almennings vegna alþýðlegs viðmóts.MYND/GettyMinnisvarði sem Mohamed Fayed, faðir Dodis Fayeds og eigandi Harrods lét reisa í versluninni.MYND/Getty,,Karl, losaðu þig við tíkina, eða gefðu konungsdæmið upp á bátinn" Mótmælandi skorar á Karl að losa sig við Kamillu, en margir kenna henni um hvernig fór fyrir hjónabandi Díönu og Karls.MYND/GettyBollar til minningar um giftingu Karls og Kamillu undir minjagrip um Díönu.MYND/Getty,,Blómaengi", verk listakonunnar Sofie Layton til minningar um að tíu ár eru liðin frá andláti Díönu.MYND/GettyMinningarorð krotuð á inngang Pont d'Alma ganganna í París, þar sem Díana lést.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira