Erlent

Lögreglan í Tokyo lak rannsóknargögnum

Lögregluþjónn í Tokyo lak níu þúsund skjölum á Internetið fyrir skömmu. Skjölin innihéldu meðal annars þar á meðal gögn úr yfirheyrslum og 1000 ljósmyndir. Einnig voru upplýsingar um staðsetningu á umferðarmyndavélum og nöfn á afbrotaungmennum sem lögreglan var með til rannsóknar.

Maðurinn hafði farið með gögnin á hörðum diski af tölvu lögreglunnar og flutt þau heim til sín. Fyrir misskilning dreifði lögreglumaðurinn þeim þaðan á Netið með gagnaflutningakerfinu Winny. Lögreglan er nú að taka skýrslu af lögregluþjóninum og reyna að bera nákvæm kennsl á það hvaða gögn láku út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×