Enski boltinn

Styttist í ráðningu stjóra hjá Man City

Juande Ramos er sagður fyrsti kostur hjá City
Juande Ramos er sagður fyrsti kostur hjá City NordicPhotos/GettyImages

Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að úrvalsdeildarfélagið Manchester City muni ganga frá ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra innan viku. Juande Ramos, þjálfari Sevilla, og hollenski þjálfarinn Co Adriaanse eru sagðir efst á óskalista félagsins.

Forráðamenn City eru einnig í viðræðum við tælenska viðskiptamanninn Thaksin Shinawatra í London til að ganga úr skugga um það hvort hann ætlar að gera formlegt yfirtökutilboð í félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×