Erlent

Fjórar reknar úr fegurðarsamkeppni vegna nektarmynda

Cathrine Holtien þurfti að yfirgefa Ungfrú Noregur vegna nektarmynda.
Cathrine Holtien þurfti að yfirgefa Ungfrú Noregur vegna nektarmynda.

Hvert hneykslið á fætur öðru angrar nú aðstandendur keppninnar "Ungfrú Noregur". Alls hafa fjórar stúlkur nú verið reknar úr keppninni sökum þess að nektarmyndir hafa birst af þeim. Sú síðasta sem rekin var í þessari viku birtist á Evu-klæðunum í Vi Menn fyrr á árinu og það tvisvar sinnum með skömmu millibili.

Sú sem síðast varð að yfirgefa "Ungfrú Noregur" er hin íturvaxna blondína Natalie Sæther. Geir Hamnes forstöðumaður keppninnar er skúffaður yfir þessum vandræðum. "Natalie olli mér miklum vonbrigðum," segir Geir. "Hún sagði mér að þessar myndir af henni væru saklausar en þær eru samt greinilega brot á reglunum."

Áður en Natalie tók pokann sinn höfðu Cathrine Holtien 19 ára, Janette Walstad 21 árs og Anita Cecilie 21 árs einnig þurft að yfirgefa keppnina vegna nektarmynda sem birtust af þeim í blöðum eða tímaritum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×