Elano er leikmaður áttundu umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2007 09:48 Elano hefur slegið í gegn með Manchester City. Nordic Photos / AFP Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar. Frammistaða hans var frábær í leik City gegn Newcastle um helgina og kórónaði hann leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútum leiksins. „Elano er frábær knattspyrnumaður," sagði Sven-Göran Eriksson sem keypti hann í sumar frá Shaktar Donetsk í Úkraínu. Hann var í Úkraínu í tvö ár og varð fljótlega orðinn lykilmaður í liðinu. Í ágúst árið 2006 varð hann fyrsti leikmaður úkraínsku deildarinnar til að verða valinn í brasilíska landsliðið. Þar er hann í stóru hlutverki hjá Dunga, nýja landsliðsþjálfaranum, og eru margir á því að hann verði einn daginn landsliðsfyrirliði Brasilíu. „Hann væri ekki í brasilíska landsliðinu ef hann væri ekki svona góður," sagði Eriksson. „Þegar hann kom fyrst hingað í haust var hann langt frá því að vera í 100 prósent formi. En hann styrkir sig með hverjum leik. Í hvert skipti sem hann fær boltann fær maður það á tilfinninguna að eitthvað muni gerast." Gott gengi Manchester City undir stjórn Sven-Göran Eriksson hefur komið mjög á óvart og á Elano stóran þátt í því. „Ég held að við verðum bara betri. Eftir því sem við æfum og spilum meira saman getum við unnið í tæknilegu hlið okkar leiks. Leikmennirnir eru ungir og hungraðir. Ef við höldum áfram á þessari braut er ég ekki í vafa um að tímabilið verði frábært hjá okkur." Eriksson keypti Elano á átta milljónir punda og það virðist nú vera alger kjarakaup. Lesskilingur hans og sendingageta eru í heimsklassa og í raun ótrúlegt að þessi 26 ára snillingur sé ekki löngu kominn í stórlið á borð við Barcelona, Real Madrid eða AC Milan. Markið sem Elano skoraði í leiknum um helgina var ótrúlegt. 30 metra þrumufleygur úr aukaspyrnu sem fór beint í hornvinkilinn fjær. „Það er frábært að sjá svona aukaspyrnu," sagði Eriksson um markið. „Ég hef séð markið í sjónvarpinu og það er varla hægt að taka betri spyrnu. Annars hefði boltinn farið í slána eða stöngina. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég óska honum til hamingju með markið og ég held að hann hafi átt þetta skilið." Nafn: Elano Ralph Blumer Fæddur: 14. júní, 1981, í Sao Paulu í Brasilíu. Félög: Guarani, Internacional, Santos, Shaktar Donetsk og Manchester City. Númer: 11 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar. Frammistaða hans var frábær í leik City gegn Newcastle um helgina og kórónaði hann leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútum leiksins. „Elano er frábær knattspyrnumaður," sagði Sven-Göran Eriksson sem keypti hann í sumar frá Shaktar Donetsk í Úkraínu. Hann var í Úkraínu í tvö ár og varð fljótlega orðinn lykilmaður í liðinu. Í ágúst árið 2006 varð hann fyrsti leikmaður úkraínsku deildarinnar til að verða valinn í brasilíska landsliðið. Þar er hann í stóru hlutverki hjá Dunga, nýja landsliðsþjálfaranum, og eru margir á því að hann verði einn daginn landsliðsfyrirliði Brasilíu. „Hann væri ekki í brasilíska landsliðinu ef hann væri ekki svona góður," sagði Eriksson. „Þegar hann kom fyrst hingað í haust var hann langt frá því að vera í 100 prósent formi. En hann styrkir sig með hverjum leik. Í hvert skipti sem hann fær boltann fær maður það á tilfinninguna að eitthvað muni gerast." Gott gengi Manchester City undir stjórn Sven-Göran Eriksson hefur komið mjög á óvart og á Elano stóran þátt í því. „Ég held að við verðum bara betri. Eftir því sem við æfum og spilum meira saman getum við unnið í tæknilegu hlið okkar leiks. Leikmennirnir eru ungir og hungraðir. Ef við höldum áfram á þessari braut er ég ekki í vafa um að tímabilið verði frábært hjá okkur." Eriksson keypti Elano á átta milljónir punda og það virðist nú vera alger kjarakaup. Lesskilingur hans og sendingageta eru í heimsklassa og í raun ótrúlegt að þessi 26 ára snillingur sé ekki löngu kominn í stórlið á borð við Barcelona, Real Madrid eða AC Milan. Markið sem Elano skoraði í leiknum um helgina var ótrúlegt. 30 metra þrumufleygur úr aukaspyrnu sem fór beint í hornvinkilinn fjær. „Það er frábært að sjá svona aukaspyrnu," sagði Eriksson um markið. „Ég hef séð markið í sjónvarpinu og það er varla hægt að taka betri spyrnu. Annars hefði boltinn farið í slána eða stöngina. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég óska honum til hamingju með markið og ég held að hann hafi átt þetta skilið." Nafn: Elano Ralph Blumer Fæddur: 14. júní, 1981, í Sao Paulu í Brasilíu. Félög: Guarani, Internacional, Santos, Shaktar Donetsk og Manchester City. Númer: 11
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira