Innlent

Sjötti skútumaðurinn í gæslu

TUGIR KÍLÓA Sjötti karlmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skútumálsins á Fáskrúðsfirði. Hann er grunaður um aðild að því. Myndin er af stærstum hluta efnanna sem lögregla lagði hald á í málinu.
TUGIR KÍLÓA Sjötti karlmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skútumálsins á Fáskrúðsfirði. Hann er grunaður um aðild að því. Myndin er af stærstum hluta efnanna sem lögregla lagði hald á í málinu.
Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stóra smyglmálsins sem kom upp á Fáskrúðsfirði 21. september síðastliðinn. Þetta er sjötti maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna skútumálsins svokallaða.

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að sjötti maðurinn sæti nú í gæsluvarðhaldi. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið við Fréttablaðið að öðru leyti en því að rannsókn þess miðaði vel, en með hana fer fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sjötti maðurinn handtekinn í fyrradag. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 23. október.

Alls voru um 60 kíló af fíkniefnum gerð upptæk í aðgerðum lögreglunnar þegar hún kom upp um þessa umfangsmiklu smygltilraun, um 15 kíló af e-töflum og um 45 kíló af amfetamíni. Þar að auki fundust tvö kíló af amfetamíni í Færeyjum.

Gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem setið hafa inni hér vegna málsins að undanförnu rennur út á morgun.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×