Erlent

Ætla að koma fíkniefnahundi fyrir kattarnef

Finnur fíkniefni eins og ekkert sé.
Finnur fíkniefni eins og ekkert sé.

Hundurinn Rocky í Limerick-fangelsinu á Írlandi finnur svo mikið af fíkniefnum að fangarnir hafa sigað leigumorðingja á hann. Að sögn norður-írska dagblaðsins The Belfast Telegraph eru fangarnir orðnir svo pirraðir á velgengni hundsins að þeir hafa beðið kollega sína utan veggja fangelsisins að drepa hann.

Fangelsið er nánast fíkniefnalaust þökk sé hundinum, og hefur heimsóknum fækkað um 30 prósent síðan hann hóf störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×