Erlent

Stuðningur við íhaldsmenn ekki verið meiri í 15 ár

Forsætisráðherra Bretlands á ekki sjö dagana sæla nú um stundir.
Forsætisráðherra Bretlands á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. MYNd/AFP

Gordon Brown á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Hann tilkynnti nýverið að ekki yrði boðað til kosninga í haust og túlkuðu gagnrýnendur það á þann vega að hann væri ekki nógu afgerandi stjórnmálamaður. Íhaldsmenn voru fljótir til að segja að Brown þyrði einfaldlega ekki í kosningar þar sem hann væri ekki viss um sigur. Ef sá ótti var fyrir hendi virðist hann hafa átt við nokkur rök að styðjast, ef marka má nýja könnun í Sunday Telegraph þar sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi nýtur stuðnings 43 prósenta. Þetta er besti árangur flokksins í heil 15 ár.

Verkamannaflokkurinn fær 36 prósent atkvæða í könnuninni og flokkur frjálslyndra jafnaðarmanna mælist með 14 prósent. Yrðu þetta niðurstöður í kosningum myndu þær duga íhaldsmönnum til meirihluta á breska þinginu en frjálslyndir myndu hins vegar gjalda afhroð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×