Erlent

Rice svartsýn á árangur

Þórir Guðmundsson skrifar

Condoleeza Rice sagðist við upphaf fjögurra daga ferðar um Miðausturlönd efast um árangur af ferðinni. Hún ætlar að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fallast á umræðugrundvöll fyrir friðarráðstefnu sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Rice kom til Ísraels í morgun frá Moskvu, þar sem henni mistókst að fá Rússa til að sætta sig við uppsetningu eldflaugavarnakerfis í Evrópu. Á næstu dögum ræðir hún við Olmert forsætisráðherra Ísraels og Abbas forseta Palestínu.

Meðal helstu ágreiningsefna eru framtíð Jerúsalemborgar og heimkoma milljóna palestínskra flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×