Erlent

Límdu sig við byggingu

Íbúar bæjarins Sipson harma það að bærinn fari undir tengibrautina.
Íbúar bæjarins Sipson harma það að bærinn fari undir tengibrautina. MYND/AFP

Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir.

Fólkið tilheyrir hópi hundruða aðgerðasinna sem mótmæla áhrifum flugumferðar á loftslag í heiminum við Heathrow-flugvöll skammt frá London.

Aðgerðarsinnarnir hafa haldið til í vikulöngum „loftslagsbúðum“ til að mótmæla gerð nýrrar flugbrautar og vekja athygli á rannsóknum sem benda til að flugumferð skaði umhverfið. Talið er að mótmælin nái hámarki á sunnudag þegar ótilgreindar „beinar aðgerðir“ hafa verið boðaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×