Erlent

Meðlim Baader-Meinhof sleppt

Eva Haule
Eva Haule

Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi.

Eva Haule, sem er 53 ára, hefur afplánað 21 ár af lífstíðardómi sem hún hlaut fyrir morð á tvítugum bandarískum hermanni og sprengingu í bandarískri herstöð árið 1984. Tveir Bandaríkjamenn létust í sprengingunni og 23 særðust.

Dómstóllinn sagði úrskurðinn meðal annars byggja á samvinnu hennar við að leysa upp samtökin árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×