Erlent

Castro varð 81 árs í gær

Fidel Castro
Fidel Castro

Fidel Castro Kúbuforseti varð 81 árs í gær. Castro varði deginum í kyrrþey á óþekktum stað, annað árið í röð.

Engin opinber hátíðahöld voru á Kúbu til að fagna afmæli forsetans og ekki var búist við því að hann kæmi fram opinberlega.

Raul Castro hefur gegnt forsetaembættinu síðastliðið ár í fjarveru Fidels bróður síns sem hefur verið að jafna sig af veikindum. Talið er að Raul sé líklegri en Fidel til að breyta kommúnísku stjórnkerfi landsins en ekki er gert er ráð fyrir að hann geri það á meðan forsetinn er enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×