Erlent

Dómstólaráð Líbíu frestar ákvörðun til fjögur í dag

Jónas Haraldsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólkið. Um fimm hjúkrunarkonur frá Búlgaríu og einn lækni frá Palestínu er að ræða.
Heilbrigðisstarfsfólkið. Um fimm hjúkrunarkonur frá Búlgaríu og einn lækni frá Palestínu er að ræða. MYND/AFP
Dómstólaráð Líbíu hefur frestað ákvörðun sinni um örlög heilbrigðisstarfsfólks sem dæmt var til dauða í síðustu viku fyrir að hafa smitað um 430 börn viljandi af HIV veirunni. Fólkið heldur fram sakleysi sínu og segist hafa verið pyntað þangað til það játaði. Úrskurður ráðsins verður kunngjörður klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Engin útskýring hefur verið gefin á frestuninni.

Tengdar fréttir

Dómstólaráð Líbíu endurskoðar dauðadóm á mánudaginn

Dómstólaráð Líbíu mun funda á mánudaginn kemur um framtíð sexmenninganna sem í morgun voru dæmdir til dauða. Áður höfðu Evrópusambandið og Búlgaría lýst yfir vonbrigðum vegna dómsins. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndband af fólkinu í hæstarétt landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×