Erlent

Vel á þriðja tug látinn eftir óveður í Evrópu

Bíll við gatnamót í Lundúnum í gær.
Bíll við gatnamót í Lundúnum í gær. MYND/AP
Veður í Evrópu hefur sjaldan verið verra en síðastliðna nótt. Að minnsta kosti 27manns létu lífið víðs vegar um Evrópu og tugir slösuðust í óveðrinu. Þýskaland og Bretland urðu verst úti í óveðrinu.



Þúsundir ferðamanna þurftu einnig að bíða af sér veðrið þar sem flug- og sjósamgöngur lágu víða niðri vegna veðurofsans. Vindhraði náði allt að hundrað nítíu og eins kílómetra hraða á klukkustund þegar veður var hvað verst í nótt. Lestir þurftu einnig að hætta að ganga vegna vindhviðanna.

Eurostar-lestin, sem tengir Bretland og Frakkland, þurfti einnig að fresta ferðum sínum þar sem rafmagnslínur féllu á lestarteinanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×