Chavez hótar nú að loka annarri stöð 31. maí 2007 01:00 Mótmæli í Caracas. Háskólanemar köstuðu táragassprengju frá lögreglunni aftur til baka á mótmælafundi í Caracas á þriðjudag. MYND/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, lætur mótmæli þúsunda landsmanna sinna sem vind um eyru þjóta og segist hafa verið í fullum rétti að loka einkarekinni sjónvarpsstöð um síðustu helgi. Nú hótar hann því að loka annarri sjónvarpsstöð, sem hann segir hafa hvatt fólk til að ráða sig af dögum. „Ég mæli með því að þeir taki róandi lyf, hægi aðeins á sér, því ef þeir gera það ekki þá ætla ég að hægja á þeim,“ sagði Chavez í ræðu á þriðjudaginn. Þar átti hann við Globavision, sem er einkarekin sjónvarpsstöð rétt eins og Radio Caracas Television, sem hætti útsendingum um síðustu helgi eftir að Chavez neitaði að framlengja útsendingarleyfi hennar. Hann útskýrði reyndar ekki nánar hvað hann ætti við, en sagði bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvetja til óeirða og ofbeldis. Hann bað stuðningsmenn sína um að „vera á verði“ og hvatti opinbera embættismenn til þess að fylgjast náið með fjölmiðlum. Allt þetta sagði Chavez í ræðu á þriðjudagskvöldið, meðan þúsundir manna mættu til útifunda víðs vegar um land, ýmist til að lýsa andstöðu sinni við aðgerðir forsetans eða til að lýsa stuðningi sínum við hann. Andstæðingar hans kröfðust frelsis en stuðningsmennirnir mótmæltu tilraunum stjórnarandstöðunnar til að koma af stað óeirðum. Tugir slíkra funda hafa verið haldnir í Venesúela á síðustu dögum. Alþjóðleg samtök um fjölmiðlafrelsi, Evrópusambandið, öldungadeild þingsins í Chile og mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa lýst áhyggjum sínum af lokun sjónvarpsstöðvarinnar RCTV. „Þetta er einræði“ hrópuðu andstæðingar forsetans á mótmælafundum á þriðjudaginn, en stuðningsmenn hans sögðust ekki sakna sjónvarpsstöðvarinnar. „RCTV var rusl. Dagskráin var hræðileg, tóm lágkúra. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan horfði á hana,“ sagði Elena Pereira, enskuprófessor í ríkisháskóla í Venesúela. „Þeir vilja bara ástæðu til að steypa stjórninni.“ Mótmælafundirnir á þriðjudaginn fóru friðsamlega fram, en á mánudaginn kom til átaka mótmælenda og lögreglu í Caracas, höfuðborg landsins. Lögreglan beitti táragasi og sagði nítján lögreglumenn slasaða, en engar tölur voru nefndar um fjölda slasaðra mótmælenda. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, lætur mótmæli þúsunda landsmanna sinna sem vind um eyru þjóta og segist hafa verið í fullum rétti að loka einkarekinni sjónvarpsstöð um síðustu helgi. Nú hótar hann því að loka annarri sjónvarpsstöð, sem hann segir hafa hvatt fólk til að ráða sig af dögum. „Ég mæli með því að þeir taki róandi lyf, hægi aðeins á sér, því ef þeir gera það ekki þá ætla ég að hægja á þeim,“ sagði Chavez í ræðu á þriðjudaginn. Þar átti hann við Globavision, sem er einkarekin sjónvarpsstöð rétt eins og Radio Caracas Television, sem hætti útsendingum um síðustu helgi eftir að Chavez neitaði að framlengja útsendingarleyfi hennar. Hann útskýrði reyndar ekki nánar hvað hann ætti við, en sagði bæði dagblöð og sjónvarpsstöðvar hvetja til óeirða og ofbeldis. Hann bað stuðningsmenn sína um að „vera á verði“ og hvatti opinbera embættismenn til þess að fylgjast náið með fjölmiðlum. Allt þetta sagði Chavez í ræðu á þriðjudagskvöldið, meðan þúsundir manna mættu til útifunda víðs vegar um land, ýmist til að lýsa andstöðu sinni við aðgerðir forsetans eða til að lýsa stuðningi sínum við hann. Andstæðingar hans kröfðust frelsis en stuðningsmennirnir mótmæltu tilraunum stjórnarandstöðunnar til að koma af stað óeirðum. Tugir slíkra funda hafa verið haldnir í Venesúela á síðustu dögum. Alþjóðleg samtök um fjölmiðlafrelsi, Evrópusambandið, öldungadeild þingsins í Chile og mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa lýst áhyggjum sínum af lokun sjónvarpsstöðvarinnar RCTV. „Þetta er einræði“ hrópuðu andstæðingar forsetans á mótmælafundum á þriðjudaginn, en stuðningsmenn hans sögðust ekki sakna sjónvarpsstöðvarinnar. „RCTV var rusl. Dagskráin var hræðileg, tóm lágkúra. Ekki einu sinni stjórnarandstaðan horfði á hana,“ sagði Elena Pereira, enskuprófessor í ríkisháskóla í Venesúela. „Þeir vilja bara ástæðu til að steypa stjórninni.“ Mótmælafundirnir á þriðjudaginn fóru friðsamlega fram, en á mánudaginn kom til átaka mótmælenda og lögreglu í Caracas, höfuðborg landsins. Lögreglan beitti táragasi og sagði nítján lögreglumenn slasaða, en engar tölur voru nefndar um fjölda slasaðra mótmælenda.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira