Enski boltinn

Hættur með Norður-Írland

Lawrie Sanchez varð að velja á milli Norður-Írlands og Fulham.
Lawrie Sanchez varð að velja á milli Norður-Írlands og Fulham. MYND/Getty

Lawrie Sanchez verður áfram stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham og hættir því sem þjálfari Norður-Írska landsliðsins. Þetta tilkynnti hann í gær.

Sanchez hafði tekið tímabundið við Fulham eftir að félag rak Chris Coleman í apríl.

Sanchez hættir með norður-írska landsliðið þegar það er í toppsæti síns riðils í undankeppni EM 2008 en Norður-Írland hefur ekki verið inn á stórmóti síðan á HM í Mexíkó 1986. Liðið er með Íslandi í riðli og eina tap þess var gegn Íslandi í fyrsta leik.

„Ég fann það eftir að hafa verið hjá Fulham síðasta mánuðinn að ég er miklu áhugasamari um að geta unnið með mínum leikmönnum á hverjum degi,“ sagði Sanchez sem bjargaði Fulham frá falli í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×