Enski boltinn

Í viðræðum um nýjan samning

nordic photos/getty

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, hefur hafið viðræður um nýjan samning við félagið. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning sem tryggi honum 120 þúsund pund í vikulaun.

„Ég hef aldrei verið ánægðari í boltanum en núna. Ekkert myndi gleðja mig meira en að ganga frá þessum samningi," sagði Gerrard.

Annar eigenda Liverpool, Tom Hicks, sagði að Gerrard ætti hvergi annars staðar heima en hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×