Erlent

Framlag Íslands til flóttamannahjálpar tvöfaldað

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Í vinnuferð utanríkisráðherra hitti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Shimon Peres forseta Ísrael.
Í vinnuferð utanríkisráðherra hitti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Shimon Peres forseta Ísrael. MYND/Auðunn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að framlag íslendinga til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu yrði tvöfaldað á næsta ári. Íslenska ríkið mun á næsta ári greiða 28 milljónir til verkefnisins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti þetta á hádegisverðarfundi með framkvæmdastjóra flóttamannahjálparinnar í Ísrael í gær. Auk þess muni íslenska ríkið leggja fram fé til kvennamiðstöðvar palestínsku flóttamannabúðanna í Shufak.

Í heimsókn Ingibjargar til Maher miðstöðvarinnar í Betlehem fyrir krabbameinssjúk börn kom fram að stöðin býr við mikinn fjárskort og hafi sem dæmi ekki getað greitt húsaleigu síðustu fimm mánuði. Stöðin er rekin á frjálsum framlögum og sjálfboðavinnu. Að ósk stofnanda stöðvarinnar samþykkti utanríkisráðherra að greiða húsaleigu miðstöðvarinnar næstu tvö til þrjú ár, en hún er um 30 þúsund krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×