Hafskipsmál sakleysislegt í samanburði 28. mars 2007 06:30 Gríðarlegt skipulag þarf til að fjalla markvisst um svo umfangsmikið mál fyrir dómi og hafa bæði Sigurður Tómas Magnússon og verjendur ákærðu dreift möppum með þeim gögnum sem þeir ætluðu að ræða hverju sinni að morgni dags. MYND/GVA Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram. Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram.
Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30