Hafskipsmál sakleysislegt í samanburði 28. mars 2007 06:30 Gríðarlegt skipulag þarf til að fjalla markvisst um svo umfangsmikið mál fyrir dómi og hafa bæði Sigurður Tómas Magnússon og verjendur ákærðu dreift möppum með þeim gögnum sem þeir ætluðu að ræða hverju sinni að morgni dags. MYND/GVA Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram. Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram.
Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent