Sagt ósatt um kauprétt æðstu stjórnenda 6. mars 2007 06:30 Vitnaleiðslur halda áfram fyrir héraðsdómi og nýtur Sigurður Tómas Magnússon, saksóknari í Baugsmálinu, aðstoðar Hrafnhildar Gunnarsdóttur, auk annarra aðstoðarmanna, til að ná utan um gríðarlegan fjölda vitna sem kalla á fyrir. MYND/Vilhelm Endurskoðandi KPMG sem unnið hefur að endurskoðun fyrir Baug frá árinu 1999 staðfesti í gær að fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og einn ákærðu í Baugsmálinu hafi sagt sér ósatt þegar því var haldið fram við endurskoðandann að ekki hafi verið gerðir kaupréttarsamningar við stjórnendur. Anna Þórðardóttir, sem starfar sem endurskoðandi hjá KPMG, bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Baugsmálinu í gær. Hún var meðal annars spurð um kauprétt æðstu stjórnenda Baugs, stjórnarformanns, forstjóra og aðstoðarforstjóra, en fram hefur komið að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum þeirra og þau voru nýtt að hluta árið 1999. Framburður Önnu var samhljóma framburði annars endurskoðanda sem bar vitni fyrir helgi en eins og hann sagðist Anna ekki hafa heyrt af kaupréttinum fyrr en síðla árs 2002, eða mögulega snemma árs 2003. Borin var undir Önnu skýrsla sem hún gaf hjá lögreglu þar sem hún hélt því fram að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafi sagt henni ósatt þegar hann hélt því fram að engin kaupréttarákvæði væru í samningum við stjórnendur Baugs, sem á þeim tíma var félag skráð á markað. Hún staðfesti að þetta hafi hún sagt hjá lögreglu og þar með að hún stæði við þessa fullyrðingu. Í sömu lögregluskýrslu er það haft eftir Önnu að stjórnendur fyrirtækisins, þar á meðal Óskar Magnússon stjórnarformaður og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, hafi skrifað undir staðfestingu við gerð ársreikninga um að allt væri fram komið sem þyrfti að koma fram, án þess að minnast á að ekkert kæmi fram um að kaupréttarákvæði væru í gangi í ársreikningunum. Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Endurskoðandi KPMG sem unnið hefur að endurskoðun fyrir Baug frá árinu 1999 staðfesti í gær að fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og einn ákærðu í Baugsmálinu hafi sagt sér ósatt þegar því var haldið fram við endurskoðandann að ekki hafi verið gerðir kaupréttarsamningar við stjórnendur. Anna Þórðardóttir, sem starfar sem endurskoðandi hjá KPMG, bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í Baugsmálinu í gær. Hún var meðal annars spurð um kauprétt æðstu stjórnenda Baugs, stjórnarformanns, forstjóra og aðstoðarforstjóra, en fram hefur komið að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum þeirra og þau voru nýtt að hluta árið 1999. Framburður Önnu var samhljóma framburði annars endurskoðanda sem bar vitni fyrir helgi en eins og hann sagðist Anna ekki hafa heyrt af kaupréttinum fyrr en síðla árs 2002, eða mögulega snemma árs 2003. Borin var undir Önnu skýrsla sem hún gaf hjá lögreglu þar sem hún hélt því fram að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafi sagt henni ósatt þegar hann hélt því fram að engin kaupréttarákvæði væru í samningum við stjórnendur Baugs, sem á þeim tíma var félag skráð á markað. Hún staðfesti að þetta hafi hún sagt hjá lögreglu og þar með að hún stæði við þessa fullyrðingu. Í sömu lögregluskýrslu er það haft eftir Önnu að stjórnendur fyrirtækisins, þar á meðal Óskar Magnússon stjórnarformaður og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, hafi skrifað undir staðfestingu við gerð ársreikninga um að allt væri fram komið sem þyrfti að koma fram, án þess að minnast á að ekkert kæmi fram um að kaupréttarákvæði væru í gangi í ársreikningunum.
Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira