Erlent

Rice varar við ályktun um þjóðarmorð

MYND/AFP

Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti í dag bandaríska þingið til að hafna ályktun sem skilgreinir fjöldamorðin í Armeníu árið 1915 sem þjóðarmorð. Rice og Robert Gates varnarmálaráðherra landsins fóru fram á þetta við utanríkisnefnd þingsins nokkrum klukkutímum áður en hún kaus um málið.

Rice sagði að yrði ályktunin samþykkt myndi það verða til mikilla vandræða fyrir stefnu Bandaríkjanna í mið-Austurlöndum.

Tyrkir sem eru bandamenn Bandaríkjamanna deila um fjölda þeirra sem létust í morðunum í Armeníu árið sem framin voru af Ottoman tyrkjum á árunum 1915-1917.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×