Villt um og snúið út úr í yfirheyrslum 2. mars 2007 00:30 Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, var ósátt við yfirheyrsluaðferðir lögreglu. MYND/Vilhelm Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan. Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Baugs sögðu nafngreindan lögreglumann hafa reynt að villa um fyrir þeim í yfirheyrslum, og ítrekað snúið út úr ummælum þeirra, þegar þeir báru vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, maður á ekki von á því að þurfa að fara að láta lögreglu taka af sér skýrslu, maður var hálfhræddur,“ sagði Jóhanna Waagfjörd, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. Hún sagði að Arnar Jensson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefði ítrekað sagt sér að Baugur hefði veitt stjórnendum og tengdum félögum ólögleg lán. Í ákæru er því haldið fram að slíkar ólöglegar lánveitingar hafi átt sér stað, en því hafa sakborningar ítrekað neitað og sagt að um eðlileg viðskipti hafi verið að ræða. Auðbjörg Friðgeirsdóttir, sem starfaði við innra eftirlit hjá Baugi til ársins 2005 og var mikið í sambandi við lögreglu til að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldi Baugs, sagði svipaða sögu. Hún sagðist hafa upplifað yfirheyrslur, sér í lagi hjá Arnari, þannig að reynt væri að snúa út úr því sem hún sagði, ekki hefði verið hlustað á það sem hún hafði að segja og reynt hefði verið að villa um fyrir henni. „Þeir reyndu að láta mér finnast eins og ég væri á mörkum þess að vera sek,“ sagði Auðbjörg, sem sagði að hún hefði ítrekað verið minnt á að ólöglegt væri að fremja meinsæri, og gert í því að draga úr trúverðugleika hennar. Auðbjörg svaraði í gær spurningum um frægan kreditreikning frá Nordica í Bandaríkjunum til Baugs, og sagði hún skýringar stjórnenda Baugs á tilkomu reikningsins geta staðist miðað við umfang viðskiptanna. Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, tveir ákærðu í málinu, hafa gefið þær skýringar á reikningnum frá Nordica að hann hefði komið til vegna þess að lager hefði safnast upp af vörum frá Nordica, sem Nordica hefði tekið þátt í að greiða með þessum kreditreikningi. Það stangast hins vegar á við framburð Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica, sem einnig er ákærður í málinu. Hann segir reikninginn algerlega tilhæfulausan.
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira