Vilja að fallið verði frá einum ákærulið 24. febrúar 2007 08:00 Fjölmörg sönnunargögn í málinu voru borin undir Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) og fór hann yfir þau með verjanda sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/GVA Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála. Fréttir Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála.
Fréttir Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira