Vilja að fallið verði frá einum ákærulið 24. febrúar 2007 08:00 Fjölmörg sönnunargögn í málinu voru borin undir Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) og fór hann yfir þau með verjanda sínum, Brynjari Níelssyni. MYND/GVA Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála. Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Verjendur tveggja ákærðu í Baugsmálinu skoruðu í gær á settan ríkissaksóknara í málinu að falla frá átjánda ákærulið ákærunnar, þar sem kærandi í málinu hafi gefið skýringar sem samrýmist ekki ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði fram bókun frá honum og Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, þar sem þessi áskorun kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var fram haldið aðalmeðferð í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Í þeim ákærulið sem um ræðir eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið fé úr Baugi til Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu í málinu, lagði upphaflega fram kæru hjá lögreglu, en hann gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag sem sakborningur, og kom fyrir dóminn aftur í gær sem sakborningur og vitni. Gestur vísaði í orð hans fyrir dómi þar sem hann sagði að Gaumur hafi aldrei átt hlut í bátum á Flórída, heldur hafi Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, átt hluti á móti sér. Með þessu sagði Gestur botninn fallinn úr ákæruliðnum, og rétt að skora á sækjanda í málinu að falla frá honum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, sagði ákæruna byggja á fleiru en framburði Jóns Geralds og ekki yrði fallið frá þessum ákærulið. Gestur spurði Jón Gerald út úr sem vitni í málinu, meðal annars um greiðslur frá Baugi til Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds. Jón Ásgeir og Tryggvi halda því fram að Baugur hafi innt af hendi mánaðarlegar greiðslur til Nordica, en Jón Gerald segir fyrirtækið aðeins hafa fengið álagningu af vörum. Gestur benti á að Nordica hafi stefnt Baugi til að greiða 825 þúsund dali hér á landi vegna vanefnda á samningum árið 2003. Sú upphæð sé hærri en Nordica geti mögulega hafa haft út úr viðskiptum við Baug á árunum 1999 til 2002, sem hafi ekki getað verið hærri en um 600 þúsund dalir. Jón Gerald segir upphæðina sem stefnt var vegna hafa verið reiknaða út af endurskoðanda sínum. Gestur sagði ekki heila brú í tölunum frá Jóni Geraldi, og svaraði Jón Gerald því til að þeir yrðu þá bara sammála um að vera ósammála.
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira