Erlent

Erfiðlega gengur að gangsetja

Nisshin Maru. Bilaða hvalveiðiskipið er bundið við tvö önnur japönsk hvalveiðiskip og verður hugsanlega dregið til hafnar.
Nisshin Maru. Bilaða hvalveiðiskipið er bundið við tvö önnur japönsk hvalveiðiskip og verður hugsanlega dregið til hafnar. MYND/AFP

Ekki hafði enn tekist að ræsa vélarnar í stóru japönsku hvalveiðiskipi, Nisshin Maru, í gær en eldur kom upp í skipinu við Suðurskautslandið á föstudaginn í síðustu viku. Um 70 manns úr áhöfn skipsins eru enn um borð.

Umhverfisráðherra Nýja-Sjálands segir ólíklegt að heimild fáist til að draga skipið til hafnar þar. Hvalveiðar eru bannaðar á Nýja-Sjálandi og um borð í skipinu eru bæði dauðir hvalir og mikið magn af olíu, sem einhver hætta er á að geti lekið út.

Vélarbilunin hefur komið hvalveiðum Japana við Suðurskautslandið í uppnám. Á þessari vertíð var meiningin að veiða 945 hvali, en Nisshin Maru er eina skipið sem hefur aðstöðu um borð til að vinna hvalkjöt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×