Erlent

Hátíðahöld í marga daga

Hátíðahöld í tilefni af sjötugsafmæli Haralds V Noregskonungs hefjast í Ósló í dag, en þau munu ná hámarki með veislu um helgina. Í hana er boðið meira en 50 konungum, drottningum, öðru tiginbornu fólki og kjörnum þjóðhöfðingjum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður á meðal gesta.

Sjötugsafmæli konungs er í dag, miðvikudag. Hann er þriðji konungur Noregs frá því norska konungdæmið var endurreist árið 1905 og tók við krúnunni af föður sínum, Ólafi V, árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×