Erlent

Rice og Abbas á faraldsfæti

Konunglegar móttökur Abdullah Jórdaníukonungur heilsar Condoleezzu Rice í Amman í gær.
Konunglegar móttökur Abdullah Jórdaníukonungur heilsar Condoleezzu Rice í Amman í gær. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, voru sitt í hvoru lagi á ferð í Jórdaníu í gær til að ræða við þarlenda ráðamenn um samkomulag Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna um myndun þjóðstjórnar.

Jórdanir og fleiri bandamenn Palestínumanna hafa áhyggjur af því að samkomulagið gangi ekki nógu langt í átt að því að uppfylla kröfur alþjóðsamfélagsins til að aftur verið opnað fyrir flæði erlends hjálparfjár til Palestínu.

Abbas er síðan á leið til Þýskalands, með viðkomu í Frakklandi og Bretlandi, til að afla stuðnings við samkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×