Erlent

Trylltist og henti kjötstykki í barn

Fimm ára bandarísk stúlka liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið frosið kjötstykki í höfuðið. Skyldmenni hennar, tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, trylltist þegar kvöldmaturinn hans var ekki tilbúinn, opnaði frystinn og henti mat um alla íbúðina. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastofunnar CBS.

Stórt frosið kjötstykki lenti í enni stúlkunnar, sem var í öðru herbergi, með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var handtekinn og hefur verið kærður fyrir líkamsárás og vítavert gáleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×