Erlent

Of grannar til að taka þátt

Nokkur spænsk fatafyrirtæki hyggjast laga fatastærðir að nútímakonunni með því að mæla 8.500 konur.
Nokkur spænsk fatafyrirtæki hyggjast laga fatastærðir að nútímakonunni með því að mæla 8.500 konur. MYND/AFP

Skipuleggjendur stærstu árlegu tískusýningarinnar sem fram fer á Spáni, Pasarela Cibeles, höfnuðu fimm af 69 sýningarstúlkum vegna þess að þær þóttu of grannar til að taka þátt í sýningunni.

Er þetta í samræmi við fyrri ákvörðun skipuleggjenda frá árinu 2005 um að útiloka of grannar konur frá sýningarpallinum til að leggja áherslu á samspil heilsu og fegurðar.

Ein af stúlkunum fimm sem var hafnað var 180 sentímetra há og minna en 50 kíló, að sögn eins læknanna sem sáu um að meta ástand þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×