Erlent

Túrkmenar kjósa forseta

Búist er við fyrstu úrslitum á þriðjudaginn.
Búist er við fyrstu úrslitum á þriðjudaginn. MYND/AP

Forsetakosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og í fyrsta skipti gátu kjósendur valið á milli frambjóðenda síðan landið fékk sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna.

Kosningarnar voru þó án alls erlends eftirlits og frambjóðendurnir sex komu allir úr eina flokkinum sem leyfður er í Túrkmenistan.

Búist er við að starfandi forseti, Gurnabguli Berdymukh-amedov, muni sigra. Hann hefur gefið í skyn að umbætur séu fram undan, sem vekur vonir um að landið sé að opnast eftir tveggja áratuga einangrun og undirokun undir stjórn Saparmurat Niyazov sem lést í desember.

Kjörsókn var 98,65 prósent að sögn yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×