Erlent

Grýttu tvær konur til dauða

Ráðist var á þrjár konur á Grænhöfðaeyjum.
Ráðist var á þrjár konur á Grænhöfðaeyjum.

Þrjár ítalskar konur urðu fyrir hrottalegri líkamsárás á Grænhöfðaeyjum undan vestur-strönd Afríku á laugardag. Ein þeirra komst lífs af og hefur gefið lögreglunni skýrslu.

Að sögn fórnarlambsins, sautján ára stúlku, buðu árásarmennirnir konunum í mat. Boðið breyttist hins vegar í blóðbað þegar mennirnir tóku konurnar höndum og fóru með þær út í skóg þar sem þeir grýttu þær. Stúlkan rankaði seinna við sér þar sem hún lá í skóginum og náði að leita sér hjálpar.

Lögreglan leitar nú árásarmannanna en hefur ekki orðið ágengt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×