Erlent

Neyddi konur í kynlífsþrælkun

34 ára maður játaði í gær að hafa rekið vændishús í Oklahoma og Texas, þar sem konur voru fluttar nauðugar frá útlöndum til kynlífsþrælkunar.

Maðurinn á yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi fyrir þrjár mismunandi ákærur. Vændishúsin eru talin vera hluti af stærri mansalshring sem teygir anga sína til þrettán borga í Bandaríkjunum.

Konur voru fluttar til landsins í hundraðatali og neyddar til sam-ræðis við hátt í fjörutíu karlmenn á dag. Konunum var meinað að yfirgefa vændishúsið og voru starfsmenn yfirleitt vopnaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×