Erlent

Mótmæla byggingu á helgireit

Mótmæli í Jerúsalem Gömul kona fer fyrir hópi mótmælenda við helgan reit múslima.
Mótmæli í Jerúsalem Gömul kona fer fyrir hópi mótmælenda við helgan reit múslima. MYND/AP

Palestínsk ungmenni köstuðu grjóti að ísraelskum lögreglumönnum og rútu kanadískra ferðamanna í mótmælaskyni vegna framkvæmda Ísraelsmanna á helgum reit múslima.

Óeirðirnar brutust út eftir að ísraelskar lögreglusveitir réðust inn í umdeilt hverfi í Jerúsalem og notuðu táragas til að dreifa múslimum sem mótmæltu framkvæmdunum eftir bænastund á föstudag.

Mótmæli brutust einnig út í Betlehem og Hebron og voru um þrjátíu Palestínumenn handteknir og þurftu nokkrir aðhlynningu vegna gaseitrunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×