Erlent

Obama tilkynnir framboð

Barack Obama
Barack Obama

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama tilkynnti í gær að hann sæktist eftir að vera forsetaframbjóðandi demókrata í kosningunum 2008.

Obama, sem gæti orðið fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um framboð sitt fyrir framan þinghús Illinois-ríkis, þar sem Abraham Lincoln, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, þjónaði í átta ár.

„Við getum byggt bjartsýnni Ameríku,“ sagði Obama. „Þess vegna tilkynni ég forsetaframboð mitt í skugga hússins þar sem Lincoln hvatti þingmenn til að standa saman og berjast fyrir sameiginlegum draumum og vonum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×